Enskir miðlar telja að David de Gea hafi verið að senda sneið á Manchester United og Andre Onana með því að birta mynd af sér örfáum mínútum eftir slæmt tap liðsins í gær.
Manchester United fór illa að ráði sínu gegn Galatasaray á Old Trafford. Rasmus Hojlund kom þeim yfir á 17. mínútu áður en Wilfried Zaha jafnaði fyrir Gala. Hojlund skoraði svo á ný áður en Tyrkirnir sneru taflinu sér í vil og fóru með óvæntan 2-3 sigur af hólmi.
Andre Onana gerði hræðileg mistök í leiknum sem kostuðu United þar sem Casemiro var rekinn af velli.
Erik ten Hag ákvað í sumar að henda De Gea burt og sækja Onana í markið.
Örfáum mínútum eftir mistök Onana í gær birti De Gea mynd af sér með vinum sínum þar sem þeir brostu sínu breiðasta.
Markvörðurinn hefur vafalítið fylgst með úrslitum leiksins þar sem hann er enn atvinnulaus eftir að United lét hann fara.