fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

De Gea með alvöru sneið á Onana og United – Birti þessa mynd örfáum mínútum eftir skitu gærdagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir miðlar telja að David de Gea hafi verið að senda sneið á Manchester United og Andre Onana með því að birta mynd af sér örfáum mínútum eftir slæmt tap liðsins í gær.

Manchester United fór illa að ráði sínu gegn Galatasaray á Old Trafford. Rasmus Hojlund kom þeim yfir á 17. mínútu áður en Wilfried Zaha jafnaði fyrir Gala. Hojlund skoraði svo á ný áður en Tyrkirnir sneru taflinu sér í vil og fóru með óvæntan 2-3 sigur af hólmi.

Andre Onana gerði hræðileg mistök í leiknum sem kostuðu United þar sem Casemiro var rekinn af velli.

Erik ten Hag ákvað í sumar að henda De Gea burt og sækja Onana í markið.

Getty Images

Örfáum mínútum eftir mistök Onana í gær birti De Gea mynd af sér með vinum sínum þar sem þeir brostu sínu breiðasta.

Markvörðurinn hefur vafalítið fylgst með úrslitum leiksins þar sem hann er enn atvinnulaus eftir að United lét hann fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Í gær

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram