Það er útlit fyrir að Bretland og Írland muni halda Evrópumót karla árið 2028. Búist er við því að þetta verði tilkynnt í næstu viku.
Tyrkland hafði verið eini aðilinn sem sóttist eftir mótinu fyrir utan sameiginilegt boð Bretlands og Írlands en Tyrkir hafa nú dregið sig úr kapphlaupinu um mótið. Hyggjast þeir sækjast eftir því að halda mótið með Ítalíu 2032.
Búist er við því að UEFA muni tilkynna um þetta, að Bretland og Írland haldi EM 2028, næstkomandi þriðjudag.