Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks heldur til Noregs á mánudag og mun þar funda með forráðamönnum Haugesund í Noregi.
Samkvæmt Stöð2 Sport á Óskar að hafa tilkynnt leikmönnum Breiðabliks þetta.
Endalok Óskars sem þjálfara Breiðablik virðast nálgast, taki hann við Haugesund getur hann þó klárað riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með Blikum.
Haugesund er í þjálfaraleit en Óskar Hrafn hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í Kópavoginum þar sem liðið varð Íslandsmeistari í fyrra.
Óskar er einnig sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá KR sem er hann uppeldisfélag og hefur Óskar látið vita af því að draumur hans er að stýra liðinu.
Óskar er uppalinn í KR og telja margir KR-ingar mögulega á því að Óskari taki við liðinu nú þegar félagið ákvað að láta Rúnar Kristinsson fara.