Guðmundur Þórarinsson var venju samkvæmt í byrjunarliði OFI Crete þegar liðið tók á móti AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.
Guðmundur og félagar unnu þar góðan 2-0 sigur en hann lék allan leikinn.
Guðmundur er á sínu öðru tímabili með Crete en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig.
Með sigrinum fór Crete upp fyrir AEK í deildinin en AEK vann rosalegan sigur á Brighton á dögunum þegar liðin mættust í Evrópudeildinni.
Guðmundur var í síðasta landsliðshópi Íslands en kom ekkert við sögu.