fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Andri Lucas hetja Lyngby sem var án Gylfa – Bróðir hans Sveinn Aron lagði upp í sigri í Svíþjóð

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. október 2023 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen hefur verið gjörsamlega frábær í liði Lyngby en hann skoraði annað mark liðsins í 1-2 sigri á OB í kvöld.

Andri Lucas og Kolbeinn Birgir Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby en Sævar Atli Magnússon kom inn sem varamaður.

Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki verið með Lyngby vegna smávægilegra meiðsla sem hrjá hann.

Lyngby er í sjötta sæti dönsku deildarinnar með 15 stig eftir tíu leiki og á góðu róli um miðja deild.

Á sama tíma var spilað í Svíþjóð þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen lagði upp mark fyrir Elfsborg í sigri, hann er bróðir Andra Lucasar.

Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson voru einnig í byrjunarliði Elfsborg í sigri á Varberg Bois og spiluðu allan leikinn, Sveinn Aron fór af velli undir lokin.

Sjö umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni en Elfsborg er í öðru sæti, stigi á eftir toppliði Malmö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera