fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Ákærður fyrir ógeðslega hegðun um helgina – Hæddist að þeim með að veifa mynd af barni sem lést af völdum krabbameins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. október 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

31 árs gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir ógeðfellt athæfi á leik Sheffield Wednesday og Sunderland í ensku B-deildinni um helgina.

Maður að nafni Dale Houghton, stuðningsmaður Wednesday, var handtekinn eftir leik liðanna á laugardag fyrir að hæðast að stuðningsmönnum Sunderland með því að veifa mynd af Bradley Lowery á síma sínum á vellinum.

Bradley var mikill stuðningsmaður Sunderland en hann lést úr krabbameini 2017, aðeins sex ára gamall.

Hann vann sig inn í hug og hjörtu heimsins með baráttu sinni við krabbameinið og átti einstakt vinasamband við Jermaine Defoe, þá leikmann Sunderland. Þá hjálpaði Bradley til við að safna meira en milljón punda í góðgerðamál.

Houghton hefur nú verið ákærður fyrir athæfi sitt og mætir hann fyrir rétt í Sheffield í dag.

Móðir Bradley ræddi við fjölmiðla og þakkar hún Wednesay fyrir viðbrögð sín. Stuðningsmannahópur kvennaliðsins hefur til að mynda sett af stað söfnun fyrir góðgerðasjóð sem er í nafni Bradley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“