fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Ákærður fyrir ógeðslega hegðun um helgina – Hæddist að þeim með að veifa mynd af barni sem lést af völdum krabbameins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. október 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

31 árs gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir ógeðfellt athæfi á leik Sheffield Wednesday og Sunderland í ensku B-deildinni um helgina.

Maður að nafni Dale Houghton, stuðningsmaður Wednesday, var handtekinn eftir leik liðanna á laugardag fyrir að hæðast að stuðningsmönnum Sunderland með því að veifa mynd af Bradley Lowery á síma sínum á vellinum.

Bradley var mikill stuðningsmaður Sunderland en hann lést úr krabbameini 2017, aðeins sex ára gamall.

Hann vann sig inn í hug og hjörtu heimsins með baráttu sinni við krabbameinið og átti einstakt vinasamband við Jermaine Defoe, þá leikmann Sunderland. Þá hjálpaði Bradley til við að safna meira en milljón punda í góðgerðamál.

Houghton hefur nú verið ákærður fyrir athæfi sitt og mætir hann fyrir rétt í Sheffield í dag.

Móðir Bradley ræddi við fjölmiðla og þakkar hún Wednesay fyrir viðbrögð sín. Stuðningsmannahópur kvennaliðsins hefur til að mynda sett af stað söfnun fyrir góðgerðasjóð sem er í nafni Bradley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning