Sindri Þór Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, átti alls ekki góða innkomu í kvöld er Keflavík mætti Fylki.
Um var að ræða leik í Bestu deild karla en honum lauk með 3-1 sigri Fylkis á útivelli.
Sindri fékk beint rautt spjald eftir aðeins 38 sekúndur eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Það er talið að þetta gæti verið Íslandsmet en Sindri entist það stutt á vellinum.
Myndband af þessu má sjá hér.