Það var enginn leikmaður í MLS deildinni sem átti roð í goðsögnina Lionel Messi þegar kom að treyjusölum á þessu ári.
Goal.com greinir frá en treyjur Miami merktar Messi voru gríðarlega vinsælar eftir að hann samdi í sumar.
Messi er einn besti leikmaður allra tíma en hann kom til Barcelona frá Paris Saint-Germain fyrr á árinu.
Óþekkt nöfn eru í öðru og þriðja sæti en í öðru sæti er Joao Klauss hjá St. Lous City og í því þriðja er Hany Mukhtar hjá Nashville.
Listinn var yfir 25 leikmenn en stór nöfn eins og Sergio Busquets, Carlos Vela, Javier Hernandez og Xherdan Shaqiri komu fyrir.
Messi er 36 ára gamall en hefur byrjað stórkostlega í Miami og virðist ætla að taka yfir bandarísku deildina.