fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Björn Bragi lýsir því þegar maður kom upp að honum Hannesi í ræktinni – „Pælið í því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bragi Arnarsson segir að sér finnist enn hálf ótrúlegt að félagi sinn, Hannes Þór Halldórsson, hafi varið víti frá Lionel Messi á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi 2018. Hann segir fyrrum landsliðamarkvörðinn þó aldrei minnast á afrekið að fyrra bragði.

Uppistandarinn og athafnamaðurinn er gestur í nýjasta þætti Chat After Dark, þar sem hann var meðal annars spurður út í afrek Hannesar.

„Að verja víti frá Messi er ótrúlegt. Það er ótrúlegt, hafandi þekkt Hannes í Versló, hvað hann er búinn að afreka mikið. Það er bara galið,“ segir Björn.

„Hann talar ekki um þetta. Þetta er bara orðin einhver klisja. Þetta er svo ótrúlegt móment.“

Björn segir fólk enn koma upp að Hannesi og ræða vörsluna frá Messi.

„Við æfum saman í Laugum og síðast fyrir viku kom einhver: „Pælið í því, þessi maður varði víti frá Messi.“ Það eru liðin einhver fimm ár síðan.“

Björn segir að hann hefði aldrei getað giskað á hversu langt Hannes næði á ferli sínum í fótboltanum.

„Þegar ég kynntist honum vissi ég ekki einu sinni að hann væri að æfa fótbolta.

Ef það er einhver sem getur sýnt að dugnaður og eljusemi borgi sig þá er það hann. Hann ætlaði sér að ná langt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot