fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Biðst afsökunar eftir að hafa virt sjónarhorn þolenda að vettugi vegna þess að vinur hans átti í hlut – „Svona brot ætti að for­dæma“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska knatt­spyrnu­goð­sögnin Xavi, nú knatt­spyrnu­stjóri spænska stór­veldisins Barcelona hefur beðist af­sökunar á um­mælum sínum um fyrrum leik­mann og sam­herja sinn hjá fé­laginu, Dani Al­ves sem situr nú í fangelsi grunaður um kyn­ferðis­of­beldi gegn konu á skemmti­stað.

Rann­sókn á málinu stendur yfir en brot Al­ves er sagt hafa átt sér stað á skemmti­stað í Barcelona en Al­ves lék um ára­bil með knatt­spyrnu­fé­lagi borgarinnar.

Dani Alves handtekinn vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi

Fyrir leik Barcelona og Geta­fe í spænsku úr­vals­deildinni á dögunum lét Xavi hafa það eftir sér í við­tali að hann fyndi til með Al­ves.

„Það er erfitt að kommenta á svona hluti. Ég er hissa á þessu, í sjokki. Nú er þetta spurning um rétt­læti. Rétt­læti mun ná fram að ganga sem hver niður­staðan verður. Ég finn mjög til með Dani.“

Degi eftir um­mæli sín í við­tali sá Xavi sig til­neyddan til

„Mig langar að út­skýra það sem ég sagði í gær,“ sagði Xavi. „Ég held að það sem ég átti við hafi verið mis­skilið. Ég gekk ekki nógu sterk­lega fram með orðum mínum.

Ég sleppti sjónar­horni þol­enda og ég tel að öll svona brot ætti að for­dæma. Hvort sem Dani eða ein­hver annar á í hlut. Ég kom þessu ekki nægi­lega vel frá mér og ég bið þolandann og þol­endur kyn­bundins of­beldis og þessarar tegundar kyn­ferðis­brota af­sökunar.

Að þessu sögðu þykir mér leitt að Dani skyldi hafa getað gert svona hlut. Ég er hneykslaður. Allur minn stuðningur er við þolandann í málinu. Í gær hafði ég ekki rétt fyrir mér, fékk á mig mikla gagn­rýni og ég skil það vel.“


                                                
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum