fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Nýjasti leikmaður Arsenal greinir frá kostulegum viðbrögðum sínum á tímamótunum – „Gríðarlega stór stund“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 21:30

Mættur í Arsenal treyjuna / Mynd:Arsenal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólski miðvörðurinn Jakub Kiwior er orðinn leikmaður Arsenal, félagið tilkynnti um komu Jakub fyrr í kvöld en Arsenal er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu og leik til góða á Manchester City.

Jakub gengur til liðs við Arsenal frá Spezia á Ítalíu fyrir um 25 milljónir evra og í viðtali sem birtist við hann á heimasíðu félagsins er ljóst að um stóra stund sé að ræða fyrir hann.

„Þegar að ég sá nafn mitt á treyjunni í fyrsta skipti fór ég bara að hlægja,“ segir Jakub og bætir við. „Ég var svo ánægður með að sjá nafn mitt á treyju hjá svona stóru félagi. Fyrir mig er þetta gríðarlega stór stund og algjör hátindur að spila fyrir svona stórt félag.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal er jafnframt ánægður með að náðst hafi að ganga frá félagsskiptum Jakub til Arsenal.

„Það er frábært að Jakub hafi gengið til liðs við okkur,“ segir Arteta um Jakub. „Hann er ungur og fjölhæfur varnarmaður sem hefur sýnt að mikið er í hann spunnið hjá Spezia í ítölsku úrvalsdeildinni sem og með pólska landsliðinu. Jakob er leikmaður sem styrkir okkur og gefur okkur meiri gæði í varnarleiknum. Við bjóðum hann og fjölskyldu hans velkomna til Arsenal og hlökkum til samstarfsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum