fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Kiwior skrifar undir langtímasamning við Arsenal síðar í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakub Kiwior mun skrifa undir samning við Arsenal í dag og verða leikmaður félagsins.

Fregnir bárust af því fyrir helgi að pólski miðvörðurinn væri við það að ganga í raðir Arsenal. Líklegt er að hann verði kynntur til leiks í dag. Hann skrifar undir samning til 2028.

Hinn 22 ára gamli Kiwior kemur frá Spezia á Ítalíu. Hann hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu í Serie A.

Kappinn mun koma til með að auka breiddina í leikmannahópi Arsenal. Hann getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar og fært sig upp á miðju.

Talið er að Kiwior muni kosta Arsenal um 20 milljónir punda.

Hann er annar leikmaðurinn sem Arsenal fær í þessum félagaskiptaglugga á eftir Leandro Trossard.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot á Manchester City, auk þess að eiga leik til góða.

Í gær vann liðið dramatískan 3-2 sigur á Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga