fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Viðurkennir að hafa verið vonlaus félagi: Er í allt annarri vinnu í dag – ,,Ég pissaði á þá í sturtunni“

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. september 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David May, fyrrum leikmaður Mancheskter United, viðurkennir að hann hafi verið afskaplega erfiður félagsskapur á tímum í búningsklefa liðsins.

May er 53 ára gamall í dag en hann er með fyrirtæki í Manchester sem flytur inn vín frá Suður-Afríku.

May lék 85 deildarleiki fyrir Man Utd á sínum tíma en hann var á mála hjá félaginu frá 1994 til 2003.

Fyrir það lék May með Blackburn í sex ár og hélt síðar til Burnley áður en skórnir fóru á hilluna.

May segist hafa verið vonlaus liðsfélagi en hann var duglegur að pirra liðsfélaga sína sem og starfsfólk félagsins.

,,Ég hikaði ekki við að pissa á liðsfélaga mína í sturtunni, ég fjarlægði reimarnar í skóm Nicky Butt eða áreitti búningastjórann,“ sagði May.

,,Eftir að hafa lagt skóna á hilluna árið 2004 ákvað ég að byrja að flytja inn vín frá Suður-Afríku ásamt vini mínum og það hefur gengið upp.“

,,Ég var heppinn að hafa þénað ágætis upphæðir í fótboltanum til að fjárfesta. Margir eru hissa á því sem ég er að gera í dag en ég hef enn ekki hitt stuðningsmann sem er ekki til í að versla við okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“