Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hló mikið á blaðamannafundi í gær eftir spurningu sem barst frá blaðamanni.
Blaðamaðurinn spurði út í markmannsstöðu Arsenal og hver myndi byrja leikinn gegn Bournemouth um helgina.
Aaron Ramsdale var aðalmarkmaður Arsenal í byrjun tímabils en David Raya hefur fengið sénsinn í undanförnum leikjum.
Spurningin var ansi skemmtileg en allar líkur eru á að Raya fái að byrja þessa viðureign í ensku úrvalsdeildinni.
,,Get ég fengið það fullyrt að markmaðurinn sem byrjar leikinn, seinna nafn hans byrjar á bókstafnum R?“ sagði blaðamaðurinn og fékk sú spurning Arteta til að skellihlæja.
,,Þú ert snillingur, ég er með svar út tímabilið! Takk kærlega,“ svaraði Arteta með bros á vör.