Aston Villa 6 – 1 Brighton
1-0 Ollie Watkins(’14)
2-0 Ollie Watkins(’21)
3-0 Pervis Estupinan(’26, sjálfsmark)
3-1 Ansu Fati(’50)
4-1 Ollie Watkins(’65)
5-1 Jacob Ramsey(’85)
6-1 Douglas Luiz (’90)
Aston Villa gjörsamlega valtaði yfir lið Brighton í dag er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Leikið var á Villa Park og var framherjinn Ollie Watkins í miklu stuði fyrir heimaliðið í viðureigninni.
Watkins skoraði þrennu í mögnuðum 6-1 sigri en Brigthon hefur byrjað tímabilið nokkuð vel og eru úrslitin óvænt.
Ansu Fati gerði eina mark Brighton í leiknum en um var að ræða annað tap liðsins í deildinni í sjö umferðum.