fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Elmar nánast orðlaus eftir leikinn: ,,Ég veit ekki almennilega hvað er í gangi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. september 2023 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elmar Atli Garðarsson, leikmaður Vestra, var nánast orðlaus eftir leik liðsins við Aftureldingu í kvöld.

Leikið var á Laugardalsvelli en Vestri vann viðureignina 1-0 og tryggði sér sæti í Bestu deild karla.

Það þurfti framlengingu til að útkljá þessa viðureign en eina markið gerðu Vestramenn.

,,Eins og ég sagði áðan og hef sagt í síðustu tveimur viðtölum sem ég fór í, ég veit ekki almennilega hvað er í gangi, þetta er ólýsanlegt,“ sagði Elmar.

,,Það voru ekki mörg færi í þessum leik heilt yfir, sanngjarnt eða ekki sanngjarnt mark sem við skorum, við skorum þetta mark og mér fannst við getað spilað 90 mínútur í viðbót án þess að fá á okkur mark.“

,,Þetta er bilað. Ég er enn að meðtaka þetta allt, þetta er svo nýtt fyrir mér sérstaklega en það er fullt af gæjum í liðinu okkar sem hafa spilað stóra leiki í útlöndum. Fyrir mig, heimastrák að vestan, maður hefði aldrei trúað því að geta komið liðinu í þessa stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona