fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Vilhjálmur og Morten fara með málið gegn FH til CAS

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 29. september 2023 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Morten Beck Guldsmed og lögmaður hans Vilhjálmur Vilhjálmsson eru farnir með mál sitt gegn FH á borð CAS, alþjóðlega íþróttadómstólsins.

Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Málið tengist vangoldnum greiðslum sem Morten telur sig eiga inni frá tíma sínum hjá FH 2019-2021. FH var á því að samningur leikmannsins hafi verið verktakasamningur en ekki launþegasamningur. Þar sem um launþegasamning var að ræða telja Morten og Vilhjálmur að FH skuldi lífeyrissjóðsgreiðslur, skatta og fleira.

Sjá einnig
Harðorður Vilhjálmur segir Davíð fara með rangt mál og baunar á KSÍ – „Þessi ákvörðun er því algjörlega löglaus“

FH var upphaflega dæmt í félagaskiptabann vegna málsins af KSÍ en áfrýjunardómstóll sambandsins aflétti svo banninu, eitthvað sem Vilhjálmur sagði í viðtali við Dr. Football í byrjun ágúst að stæðist ekki lög.

„FH skuldaði og skuldar Morten enn allan skatt vegna Mortens, félagið skuldar allar lífeyrissjóðsgreiðslur vegna Mortens fyrir utan 1/6. FH skuldar Morten enn greiðslu vegna feðraorlofs Mortens sem eru í kringum 2,5 milljónir, plús dráttarvexti og orlof miðað við það að samningurinn er launþegasamningur, plús félagsgjald og svona mætti lengi áfram telja,“ sagði Vilhjálmur meðal annars í viðtalinu í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Í gær

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Í gær

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“