Liverpool hefur fjarlægt mynd af Jordan Henderson af æfingasvæði Liverpool. Staðarmiðillinn Liverpool Echo segir frá þessu.
Henderson var fyrirliði Liverpool í áraraðir og vann allt sem hægt var að vinna með félaginu.
Í sumar hélt hann hins vegar til Al Ettifaq í Sádi-Arabíu.
Myndin sem Liverpool fjarlægði er af Henderson halda á Englandsmeistaratitlinum sem Liverpool hampaði 2020.
Í staðinn er komin mynd af Trent Alexander-Arnold með Meistaradeildarbikarinn.