Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, fagnaði á dögunum fjögurra ára brúðkaupsafmæli ásamt eiginkonu sinni Kate.
Ferdinand ætlaði að birta fallega mynd á Instagram af þeim hjónum en gerði ansi klaufaleg mistök.
Ferdinand birti þar mynd af eiginkonu sinni og sjálfum sér en andlit fyrrum leikmannsins sést ekki á myndinni.
Englendingurinn þurfti að eyða myndinni og birta færsluna á ný og var mikið grín gert að honum í kjölfarið.
Ferdinand hafði sjálfur bara gaman að þessu en það mikilvægasta er að hjónin eru hamingjusöm og fara ekki leynt með það.
,,Þetta hlýtur að vera grín? Viljandi gert?“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Þú gast skrifað allan þennan texta en ekki horft á myndina? Halló?“
Myndina sem Ferdinand eyddi má sjá hér sem og myndina sem hann birti í kjölfarið.