Hinn 18 ára gamli Arthur Vermeeren hjá Royal Antwerp í Belgíu er áfram eftirsóttur á meðal stórliða.
Miðjumaðurinn ungi hefur hvað helst verið orðaður við Barcelona en spænskir miðlar segja fleiri komna að borðinu.
Þar á meðal eru Manchester United, Liverpool og Ajax.
Vermeeren þykir gífurlegt efni og hefur verið líkt við Andres Iniesta. Börsungar hafa fylgst með honum lengi.
Talið er að Royal Antwerp vilji 20 milljónir evra fyrir leikmanninn.