Undrabarnið Benjamin Sesko sér ekki eftir því að hafa hafnað Manchester United í sumarglugganum.
Sesko stóð til boða að ganga í raðir Man Utd í sumar en hann hafði spilað vel með RB Salzburg í Austurríki.
Framherjinn ákvað frekar að skrifa undir hjá RB Leipzig í Þýskalandi en það er mikil tenging á milli bæði Leipzig og Salzburg.
Sesko var hrifinn af verkefninu hjá Leipzig sem spilar svipaðan fótbolta og Salzburg.
,,Ég skipti mér ekki mikið af viðræðunum en að mínu mati var betra að koma hingað. Það var mikilvægt fyrir mig að semja við lið sem spilaði svipaðan fótbolta,“ sagði Sesko.
,,Ég vissi um leið hvert mitt verkefni var og þurfti ekki að læra allt upp á nýtt.“