Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, er duglegur að keppa við vængmanninn Mykhailo Mudryk á æfingasvæði félagsins.
Pochettino vill fá það besta úr Mudryk sem kom til Chelsea í janúar en hefur ekki staðist væningar hingað til.
Pochettino reynir að bæta sjálfstraust leikmannsins en þeir keppa reglulega á æfingasvæðinu í sláarkeppni.
Sá fyrsti til að hitta í slá er sigurvegarinn en Mudryk hefur tapað öllum viðureignum nema einni hingað til sem endaði með jafntefli.
,,Stundum vil ég spila þessa keppni með Mudryk, við skjótum fyrir utan teig. Hann hefur sagt mér að hann sé búinn að fá nóg af þessu er alltaf sigurvegarinn,“ sagði Poch.
,,Ég tjáði honum að ég hefði trúna annað en hann, þú þarft jafnvægi og gæði – ég er 50 ára gamall en þú ert ennþá ungur.“
,,Í vikunni gerðum við jafntefli í fyrsta sinn, fyrir það vann ég allar keppnirnar. Nú þarftu að byrja að trúa á eigin gæði. Það er erfitt að finna jafnvægið þarna á milli, gæði og sjálfstraust eru tveir mikilvægir eiginleikar.“