Liverpool og Manchester United hafa bæði augastað á Federico Chiesa, leikmanni Juventus, ef marka má ítalska miðla.
Chiesa hefur heillað mikið með Juventus á þessari leiktíð en kantmaðurinn er kominn með fjögur mörk í sex leikjum það sem af er leiktíð á Ítalíu.
United leitar að kantmanni þessa dagana en það er mikil vandræðastaða. Óljóst er hvenær Antony spilar aftur þar sem hann sætir lögreglurannsókn fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og þá á Jadon Sancho í stríði við stjórann Erik ten Hag.
Liverpool skoðar þá framtíðararftaka Mohamed Salah sem er áfram orðaður við Sádi-Arabíu.
Al Ittiad reyndi að fá hann í sumar en það tókst ekki. Félagið mun þó líklega reyna við Egyptann á ný.