fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Davíð finnur fyrir mikilli samstöðu fyrir vestan – „Það byrjaði heill bekkur að syngja nafnið manns“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. september 2023 09:45

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, er að vonum spenntur fyrir úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar gegn Aftureldingu á laugardag. Hann hefur fulla trú á sínum mönnum.

Vestri hafnaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar á hefðbundnu tímabili og mætti Fjölni í undanúrslitum umspilsins um sæti í Bestu deildinni. Þar fór liðið með 2-1 sigur af hólmi samanlagt.

„Ég er virkilega ánægður með spilamennskuna í liðinu. Við vorum pínu ósáttir eftir fyrra einvígið, leikinn hérna heima. Við hefðum átt að fara aðeins betur í þann leik og ná inn fleiri mörkum. En heilt yfir er maður mjög sáttur,“ segir Davíð í hlaðvarpi Lengjudeildarinnar hér á 433.is.

Það tók sinn tíma fyrir Vestra að komast í gang á þessu tímabili en svo fórum vélin heldur betur að rúlla og endaði liðið deildarkeppnina á miklu skriði.

„Við spiluðum töluvert færri æfingaleiki en öll önnur lið í deildinni og vorum að slípa okkur saman. Samt leið manni aldrei eins og við værum slakara liðið í leikjunum sem við spiluðum í byrjun móts. Við vorum ekki nógu beittir á síðasta þriðjungi og vorum að leka inn mörkum úr föstum leikatriðum. Vorum pínu ryðgaðir í byrjun,“ segir Davíð.

„Auðveldasta leiðin til að búa til góða liðsheild er að ná inn sigrum og það er það sem byrjar að tikka með okkur og þá fer boltinn að rúlla. Það kemur trú í liðið. Við erum auðvitað með gríðarlega sterkan heimavöll sem fleytir okkur langt í sumar. Þegar líða tók á vorum við orðnir sterkir.“

Davíð segir að íbúar á Vestfjörðum flykkist á bak við Vestra fyrir komandi úrslitaleik, enda vilja allir sjá sitt lið í efstu deild í fyrsta sinn.

„Það er komin ofboðsleg samstaða, ekki bara í liðið heldur hérna á Vestfirðina. Maður finnur ofboðslegan kraft allt sem maður fer. Ég var nú bara að sækja lykla í grunnskólann í morgun og það byrjaði heill bekkur að syngja nafnið manns. Það er rosa kraftur hérna.“

Hlaðvarpið í heild er hér að neðan og má nálgast það á helstu hlaðvarpsveitum einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins