fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Hefur náð ótrúlega langt á stuttum tíma: Byrjaði í fótbolta 16 ára – ,,Sýndi hafnabolta og körfubolta meiri áhuga“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 27. september 2023 19:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í raun ótrúlegt hversu langt markmaðurinn Matt Turner hefur náð langt en hann er landsliðsmaður Bandaríkjanna.

Markmaðurinn á að baki sjö leiki fyrir Arsenal en var seldur til Nottingham Forest í sumar og er þar aðalmarkmaður.

Turner sýndi fótbolta afskaplega lítinn áhuga þar til hann varð 16 ára gamall en flestir fótboltamenn byrja mun fyrr en það.

Turner tók sína fyrstu markspyrnu þegar hann var 20 ára gamall en fyrir það bað hann varnarmenn sína um að sparka boltanum langt.

Hann er í dag 29 ára gamall og lék lengst með New England Revolution í MLS deildinni frá 2016 til 2022.

,,Það var HM árið 2010 sem kom mér almennilega inn í íþróttina. Ég var 16 ára gamall og byrjaði að spila fótbolta,“ sagði Turner.

,,Ég hafði áður íhugað að byrja að spila en ég sýndi hafnabolta og körfubolta meiri áhuga. Eldri systur mínar spiluðu fótbolta.“

,,Ég gat ekki tekið mínar eigin markspyrnur fyrr en ég var 20 ára gamall, ég var ekki með styrkinn í að lyfta boltanum svo hátt eða langt. Ég var markmaðurinn sem bað hafsentinn um að taka spyrnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda