Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Þýskalandi ytra í Þjóðadeild kvenna er klárt og má sjá það hér neðar.
Liðin mætast í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni en Ísland vann Wales 1-0 á föstudag á sama tíma og Þýskaland tapaði 2-0 gegn Danmörku.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir tvær breytingar frá sigrinum á Wales en þær Guðný Árnadóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir koma inn í liðið fyrir Amöndu Andradóttur og Diljá Ýr Zomers.
Leikurinn hefst klukkan 16:15.