fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Gylfi hló er hann var spurður út í tungumálið – „Maður sér smá eftir að hafa ekki fylgst aðeins betur með í grunnskóla“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 25. september 2023 15:00

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson ræddi ítarlega við 433.is eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn á föstudagskvöld. Kappinn spilar nú í Danmörku og var hann til að mynda spurður út í hvernig danskan væri í viðtalinu.

Gylfi kom inn á sem varamaður síðustu 20 mínúturnar í 1-1 jafntefli Íslendingaliðs Lyngby gegn Vejle á föstudag.

„Tilfinningin er mjög góð. Það er frábært að vera kominn aftur á völlinn. Auðvitað er svekkjandi hvernig fór en persónulega er ég mjög sáttur með að vera byrjaður að spila fótbolta aftur,“ sagði Gylfi meðal annars við 433.is eftir leik.

video
play-sharp-fill

Sem fyrr segir var hann spurður út í hvort hann væri skarpur í dönskunni frá námsárunum eða hvort hann væri búinn að fara í tíma undanfarið.

„Nei, því miður ekki,“ svaraði Gylfi og hló.

„Það eru svo margir Íslendingar hérna að það þarf ekkert og svo vilja strákarnir hérna frá Danmörku tala ensku líka.

Maður sér smá eftir að hafa ekki fylgst aðeins betur með í dönsku í grunnskóla. Maður einbeitti sér meira að enskunni. En þetta hlýtur að koma á nokkrum mánuðum.“

Meira
Einkaviðtal við Gylfa Þór: Ræðir endurkomu kvöldsins á einlægan hátt – „Þetta var bara yndislegt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa
Hide picture