Folarin Balogun hefur tjáð sig um afskaplega erfiða upplifun sem hann lenti í á föstudaginn fyrir helgi.
Balogun byrjaði þá sinn fyrsta leik fyrir Monaco en klúðraði tveimur vítaspyrnum í tapi gegn Nice.
Það er afar óvenjulegt að leikmenn klúðri tveimur spyrnum í sama leik en Balogun gekk í raðir Monaco frá Arsenal í sumar.
Bandaríkjamaðurinn var miður sín eftir klúðrin tvö en Marcin Bulka varði báðar spyrnur hans.
,,Það er erfitt að gleyma þessu tapi, ég veit hversu mikilvægur þessi leikur var fyrir stuðningsmennina og okkur sem lið. Ég tek ábyrgðina á mig, ég olli ykkur vonbrigðum,“ sagði Balogun.
,,Ég mun alltaf trúa á sjálfan mig og og mitt markmið er að hjálpa liðinu að ná okkar markmiðum á þessu tímabili.“