Varnarmaðurinn Federico Gatti skoraði alveg fáránlegt sjálfsmark í gær er Juventus mætti Sassuolo í Serie A.
Sassuolo gerði sér lítið fyrir og vann þennan leik 4-2 en spilamennska Juventus var ekki heillandi.
Gatti skoraði ótrúlegt sjálfsmark í uppbótartíma til að gulltryggja sigurinn eftir aukaspyrnu frá Wojciech Szczesny.
Szczesny er markmaður Juventus og tók aukaspyrnu við hornfánann, eitthvað sem Gatti tók ekki eftir.
Gatti fékk boltann eftir aukaspyrnuna en gaf hann svo strax til baka í átt að eigin marki er Szcezny var enn að hlaupa til baka.
Sjón er sögu ríkari.
This Gatti Own goal…
— Juve Canal (@juve_canal) September 23, 2023