Það eru margir sem muna eftir varnarmanninum Nemanja Vidic sem lék lengi með Manchester United.
Vidic var ekki sá besti til að byrja með á Old Trafford og hreif ekki liðsfélaga sína á fyrstu æfingunni.
Frá þessu greinir Rio Ferdinand, fyrrum samherji Vidic, en þeir mynduðu magnað varnarpar á sínum tíma.
Wayne Rooney var til að mynda alls ekki hrifinn af hæfileikum Vidic til að byrja með en sá síðarnefndi átti svo frábæran feril í Manchester.
,,Ég man eftir viðbrögðunum eftir fyrstu æfinguna, ég og Wazza voru saman og hann sagði einfaldlega: ‘Hver í andskotanum er þetta?’ sagði Ferdinand.
,,Hann leit virkilega illa út, Vidic og Patrice Evra sömdu í sama glugga og Rooney bætti við: ‘Stjórinn hefur gert hræðileg mistök, ég veit ekki hvað er í gangi með þessi leikmannakaup.’