Jamie Carragher fékk á sínum tíma skilaboð frá Lionel Messi sem hafði ekki frábæra hluti að segja um fyrrum enska landsliðsmanninn.
Carragher var frábær varnarmaður á sínum tíma en hann lék með Liverpool sem og enska landsliðinu í mörg ár.
Eftir að ferlinum lauk hefur Carragher gert það gott í sjónvarpi en náði í eitt sinn að pirra heimsmeistarann Messi.
Messi sendi Carragher skilaboð á Instagram og kallaði hann asna, eitthvað sem sá síðarnefndi hefur nú opinberað.
,,Já ég hef fengið skilaboð frá honum, tala þeir spænsku í Argentínu? Ég skal bara segja orðið sem hann notaði: ‘Burro,’ sagði Carragher.
,,Ég veit ekki hvað það þýðir? Hvað þýðir það?“ samstarfskona Carragher Kate Abdo tjáði Englendingnum að burro væri spænskt heiti yfir asna. ,,Asni, takk fyrir,“ svaraði Carragher.