Margir vilja meina að framherjinn Eddie Nketiah hafi átt að fá rautt spjald gegn Tottenham í dag.
Nketiah er framherji Arsenal en hann átti ansi glórulausa tæklingu er rúmlega hálftími var liðinn í grannaslagnum.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Nketiah fékk gult spjald fyrir tæklinguna á markmann Tottenham, Guglielmo Vicario.
Dómarar leiksins ákváðu að gefa Nketiah aðeins gult spjald sem margir stuðningsmenn Tottenham eru óánægðir með.