fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Lætur son sinn heyra það opinberlega: Vinahópurinn var í hættu í Mílanó – ,,Guð minn góður, hann er 23 ára gamall“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. september 2023 12:00

Alan og Lainya Shearer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, Alan Shearer, var alls ekki ánægður með son sinn í þessari viku.

Sonur Shearer er mikill stuðningsmaður Newcastle og var mættur til Ítalíu og sá leik liðsins við AC Milan í Meistaradeildinni.

Shearer yngri ákvað að ögra leikmönnum Milan er þeir gengu upp í liðsrútuna fyrir leikinn en hann var þar ásamt þremur vinum sínum.

Um er að ræða 23 ára gamlan strák en goðsögnin Shearer hefur nú baunað á eigin son opinberlega og var hundfúll með hans framkomu og hegðun.

,,Ég sagði við son minn, þegar hann mætir á utileiki, þá þarf hann að haga sér. Ekki gera neitt heimskulegt og skemmtu þér ásamt vinum þínum,“ sagði Shearer.

,,Vinur hans sendi mér myndband, þeir voru fyrir utan hótelið hjá leikmönnum Milan er þeir gengu út í rútuna fyrir leikinn.“

,,Það voru 700 til 800 stuðningsmenn Milan þarna. Þarna er heimski sonur minn, klæddur í Newcastle treyju ásamt þremur vinum sínum.“

,,Ég sagði honum að nota hausinn. Guð minn góður, hann er 23 ára gamall, hálfviti. Hann komst frá þessu og skemmti sér að lokum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Í gær

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Í gær

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo