Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, Alan Shearer, var alls ekki ánægður með son sinn í þessari viku.
Sonur Shearer er mikill stuðningsmaður Newcastle og var mættur til Ítalíu og sá leik liðsins við AC Milan í Meistaradeildinni.
Shearer yngri ákvað að ögra leikmönnum Milan er þeir gengu upp í liðsrútuna fyrir leikinn en hann var þar ásamt þremur vinum sínum.
Um er að ræða 23 ára gamlan strák en goðsögnin Shearer hefur nú baunað á eigin son opinberlega og var hundfúll með hans framkomu og hegðun.
,,Ég sagði við son minn, þegar hann mætir á utileiki, þá þarf hann að haga sér. Ekki gera neitt heimskulegt og skemmtu þér ásamt vinum þínum,“ sagði Shearer.
,,Vinur hans sendi mér myndband, þeir voru fyrir utan hótelið hjá leikmönnum Milan er þeir gengu út í rútuna fyrir leikinn.“
,,Það voru 700 til 800 stuðningsmenn Milan þarna. Þarna er heimski sonur minn, klæddur í Newcastle treyju ásamt þremur vinum sínum.“
,,Ég sagði honum að nota hausinn. Guð minn góður, hann er 23 ára gamall, hálfviti. Hann komst frá þessu og skemmti sér að lokum.“