Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var afar óánægður með miðjumanninn Rodri í leik gegn Nottingham Forest í gær.
Rodri lét reka sig af velli í byrjun seinni hálfleiks en hann tók þá Morgan Gibbs-White hálstaki og var sendur í sturtu.
Guardiola var reiður út í miðjumanninn fyrir að missa stjórn á skapinu en hann verður frá í næstu þremur leikjum.
,,Vonandi mun Rodri læra af þessu. Hann þarf að hafa stjórn á sjálfum sér og skapinu,“ sagði Guardiola.
,,Það er það sem hann þarf að gera, ég get fengið gult spjald en ekki Rodri, ég er ekki leikmaður á vellinum.“
,,Leikmennirnir þurfa að passa sig, ég get ekki haft stjórn á mínu skapi en ég er ekki að spila. Bráðum verð ég mættur aftur í stúkuna því ég safna gulum spjöldum.“