fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Guardiola reiður eftir leikinn í gær: Má sjálfur fá gult spjald en ekki leikmennirnir – ,,Vonandi lærir hann af þessu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. september 2023 18:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var afar óánægður með miðjumanninn Rodri í leik gegn Nottingham Forest í gær.

Rodri lét reka sig af velli í byrjun seinni hálfleiks en hann tók þá Morgan Gibbs-White hálstaki og var sendur í sturtu.

Guardiola var reiður út í miðjumanninn fyrir að missa stjórn á skapinu en hann verður frá í næstu þremur leikjum.

,,Vonandi mun Rodri læra af þessu. Hann þarf að hafa stjórn á sjálfum sér og skapinu,“ sagði Guardiola.

,,Það er það sem hann þarf að gera, ég get fengið gult spjald en ekki Rodri, ég er ekki leikmaður á vellinum.“

,,Leikmennirnir þurfa að passa sig, ég get ekki haft stjórn á mínu skapi en ég er ekki að spila. Bráðum verð ég mættur aftur í stúkuna því ég safna gulum spjöldum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið