fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Freyr viðurkennir að hann þurfi stundum að klípa sig: Mikil ánægja með Íslendingana – „Það eina sem skiptir máli er að þeir séu réttu manneskjurnar og karakterarnir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 24. september 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson er skiljanlega stoltur af þeim árangri sem hann hefur náð við stjórnvölinn hjá danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Hann elskar að starfa hjá félaginu.

Freyr tók við Lyngby árið 2021 þegar liðið var í dönsku B-deildinni en hann kom því upp á sinni fyrstu leiktíð og hélt því uppi á lygilegan hátt í efstu deild í fyrra.

„Maður þarf stundum aðeins að klípa sig, líta í baksýnisspegilinn og njóta vegferðarinnar. Það hefur rosaleg vinna farið í þetta. Það sem við höfum flutt þennan klúbb á tveimur og hálfu ári, ég er mjög stoltur af því. Bæði er það vegna framistöðunnar innan vallar og hvað við erum að gera það en líka allt í kringum það, við erum búin að lyfta félaginu, bæði ég leikmenn og stuðningsmenn. Partur af minni vegferð hér var að fá fólkið með og það er heldur betur búið að takast,“ sagði Freyr við 433.is úti í Danmörku eftir leik Lyngby gegn Vejle á föstudagskvöld.

video
play-sharp-fill

Með háleit markmið

Eftir að hafa bjargað sér frá falli í vor hefur Lyngby farið vel af stað á þessari leiktíð og er um miðja deild. Árangur liðsins er merkilegur í ljósi þess að það hefur ekki úr miklum peningum að ráða.

„Þetta var nokkurn veginn markmiðið og þegar ég horfi á allt árið 2023 erum við í sjötta sæti. Svo það er ekki bara það að við höfum byrjað þetta tímabil vel, þetta eru yfir 23 leikir sem við erum að standa okkur. Það eru engar tilviljanir í þessu. Við erum „underdogs“ en við erum samt svo metnaðarfullir að við viljum vera þarna,“ sagði Freyr.

Íslendingarnir vinsælir

Fjórir íslenskir leikmenn eru á mála hjá Lyngby og þar á meðal er Gylfi Þór Sigurðsson sem var einmitt að spila sinn fyrsta leik í langan tíma á föstudag. Freyr er gríðarlega ánægður með innkomu allra Íslendinganna, sem og allir í kringum félagið að því er virðist.

„Ríkisfangið skiptir ekki máli hérna. Það eina sem skiptir máli er að þeir strákar sem ég tek og eru með íslenskan passa séu réttu manneskjurnar og karakterarnir. Við erum þekkt fyrir að leggja okkur fram og vera góðir liðsfélagar. Það hefur heppnast heldur betur. Allir þessir strákar sem ég hef fengið hafa verið gjörsamlega stórkostlegir.“

Nýtur augnabliksins

Freyr var því næst spurður út í framtíðina en sem stendur nýtur hann verunnar hjá Lyngby.

„Ég reyni bara að njóta vegferðarinnar. Ég elska að vera hérna. Ég elska þetta verkefni og er með ótrúlega gott starfslið með mér. Við erum að gera eitthvað sem er ótrúlega spennandi en á einhverjum tímapunkti veit ég að ég verð annað hvort rekinn eða þá að ég fer eitthvað annað. Það verður bara að gerast á náttúrulegan hátt. Á meðan félagið fylgir mér í mínum metnaði þá held ég áfram.“

Viðtalið við Frey í heild er í spilaranum en þar var einnig farið yfir innkomu Gylfa Þórs og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool
433Sport
Í gær

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
Hide picture