fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Var aldrei hans ákvörðun að senda leikmanninn til Englands – Upplifði skelfilega tíma þar í landi

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. september 2023 19:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Weston McKennie er að fá tækifæri hjá Juventus á nýjan leik eftir undarlega lánsdvöl á síðustu leiktíð.

Það kom mörgum á óvart er McKennie gekk í raðir Leeds í janúar frá Juventus en hann fór þangað vegna Jesse Marsch sem er landi hans frá Bandaríkjunum.

Marsch var rekinn stuttu eftir komu McKennie og náði leikmaðurinn aldrei að sína sitt besta hjá félaginu.

II Bianconero á Ítalíu staðfestir það að Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, hafi aldrei viljað losna við leikmanninn í janúar.

Það var ekki ákvörðun Allegri að senda McKennie til Englands og er hann nú að njóta þess að spila fyrir ítalska félagið á ný.

McKennie eins og áður sagði náði aldrei að sanna sig hjá Leeds sem féll úr efstu deild síðasta vetur.

McKennie er enginn lykilmaður hjá Juventus en hann hefur komið við sögu í þremur leikjum í Serie A á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar