Weston McKennie er að fá tækifæri hjá Juventus á nýjan leik eftir undarlega lánsdvöl á síðustu leiktíð.
Það kom mörgum á óvart er McKennie gekk í raðir Leeds í janúar frá Juventus en hann fór þangað vegna Jesse Marsch sem er landi hans frá Bandaríkjunum.
Marsch var rekinn stuttu eftir komu McKennie og náði leikmaðurinn aldrei að sína sitt besta hjá félaginu.
II Bianconero á Ítalíu staðfestir það að Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, hafi aldrei viljað losna við leikmanninn í janúar.
Það var ekki ákvörðun Allegri að senda McKennie til Englands og er hann nú að njóta þess að spila fyrir ítalska félagið á ný.
McKennie eins og áður sagði náði aldrei að sanna sig hjá Leeds sem féll úr efstu deild síðasta vetur.
McKennie er enginn lykilmaður hjá Juventus en hann hefur komið við sögu í þremur leikjum í Serie A á tímabilinu.