Enn einn sparkspekingurinn hefur gagnrýnt kaup Arsenal á miðjumanninum Kai Havertz sem kom í sumar frá Chelsea.
Það kom mörgum á óvart er Arsenal borgaði 65 milljónir punda fyrir Havertz sem náði aldrei að sýna sitt besta hjá Chelsea fyrir brottför.
Graeme Souness, goðsögn Liverpool, hefur sett stórt spurningamerki við þessi kaup en Havertz hefur byrjað ansi illa hjá sínu nýja félagi.
,,Sumt sem Arsenal ákvað að gera í glugganum er óskiljanlegt. Þeir eyddu 65 milljónum í Kai Havertz. Augljóslega áttu ekki að eyða þessum peningum miðað við það sem hann sýndi hjá Chelsea í þrjú ár?“ sagði Souness.
,,Þeir eru að vonast eftir því að Mikel Arteta geti náð meira úr honum en Frank Lampard, Thomas Tuchel og Graham Potter. Gangi þér vel, Mikel.“