fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Skilur vel að leikmenn elti peningana í Sádi Arabíu: Tók óvænt skref aðeins 27 ára – ,,Þurfum ekki að tala um íþróttahliðina“

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. september 2023 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Witsel þekkir það vel að elta peningana í fótboltanum en hann leikur í dag með Atletico Madrid á Spáni.

Er Belginn var aðeins 27 ára gamall tók hann skrefið til Asíu og skrifaði undir í Kína þar sem risaupphæðir voru í boði.

Kína er ekki lengur á milli tannana á fólki heldur Sádi Arabía þar sem fjölmargar stjörnur hafa skrifað undir.

Nokkrir leikmenn hafa sagt að verkefnið í Sádi Arabíu sé spennandi en Witsel segir að það séu aðeins peningarnir sem skipti máli – enda þekkir hann það sjálfur.

Witsel ræddi brottför liðsfélaga síns Yannick Carrasco sem ákvað að yfirgefa Spán fyrir einmitt Sádi.

,,Við förum allir okkar eigin leið, ég er ekki að segja að það sé slæmt að fara til Sádí Arabíu, ég fór til Kína þegar ég var 27 ára. Það var lífsreynsla fyrir mig,“ sagði Witsel.

,,Augljóslega förum við þangað fyrir peningana, við þurfum ekki að tala um íþróttahliðina. Það er sannleikurinn. Carrasco gerði það og ég skil hann vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl