Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Kaupmannahöfn
Eins og flestir vita nú spilaði Gylfi Þór Sigurðsson sinn fyrsta leik í 852 daga í gær. Viðtökurnar sem hann fékk voru svakalegar.
Gylfi kom inn á sem varamaður fyrir Lyngby í gær í 1-1 jafntefli gegn Vejle og spilaði um 20 mínútur.
Meira
Einkaviðtal við Gylfa Þór: Ræðir endurkomu kvöldsins á einlægan hátt – „Þetta var bara yndislegt“
Gylfa var svo sannarlega fagnað sem stórstjörnu fyrir leik, á meðan honum stóð og eftir hann.
Það tók Gylfa dágóðan tíma að komast til búningsherbergja eftir leikinn í gær þar sem aðdáaendur vildu ná mynd með honum, fá eiginhandaráritun eða þess háttar.
Íslendingurinn geðþekki gaf sér nægan tíma í að sinna aðdáendum, eins og hægt er að sjá hér neðar.