Íslenska karlalandsliðið komst á sínum tíma í 18. sæti FIFA listans þar sem öll landslið heims fá stig.
Ísland hefur verið á töluverðri niðurleið undanfarin ár og situr enn í 67. sæti listans eftir nýjustu birtinguna.
Ísland spilaði tvo leiki nýlega en liðið vann Bosníu 1-0 heima en tapaði gegn Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM.
Finnland er 12 sætum fyrir ofan Ísland á þessum lista en Finnarnir sitja í 55. sæti, 11 stigum á eftir Noregi sem er í því 44.
Danmörk er efst af Norðurlandaþjóðunum og situr í 19. sæti en Svíar eru svo í því 19.
Argentína er í toppsætinu en liðið vann HM í Katar á síðasta ári.