Marco Silva, stjóri Fulham, hefur viðurkennt að Joao Palhinha gæti vel verið á förum frá félaginu á næsta ári.
Palhinha var eftirsóttur af Bayern Munchen í sumar en krotaði svo stuttu seinna undir nýjan samning við Fulham til 2028.
Það tryggir þó ekki framtíð leikmannsins í London en Silva viðurkennir að miðjumaðurinn gæti kvatt 2024.
,,Ég get ekki stjórnað framtíðinni og það er ekki bara þegar kemur að Joao. Þegar þú færð stórt tilboð í leikmann og miðað við stærð okkar félags þá verður alltaf talað,“ sagði Silva.
,,Það sem gerist í janúar eða næsta sumar, ég get ekki stjórnað því. Félagið þarf að taka ákvörðun. Hann getur haldið áfram að spila fyrir okkur og verið lykilmaður.“