Viðtal Bruno Fernandes fyrirliða Manchester United eftir leikinn gegn Bayern Munchen í vikunni hefur vakið mikla athygli.
United heimsótti Bayern í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnra og vann þýska liðið 4-3.
„Ég held að enginn hafi búist við því að við kæmum hingað og skoruðum þrjú mörk. Ég held að enginn hafi búist við því að við myndum berjast fyrir úrslitum hér og reyna að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Fernandes eftir leik.
Þetta hefur ekki fallið vel í kramið á meðal stuðningsmanna United.
„Pælið í því að fyrirliði Manchester United segi þetta. Frá Roy Keane og í þetta,“ skrifaði einn netverji.
„Þetta er til skammar,“ skrifaði annar og margir tóku í sama streng.
Imagine the Captain of Manchester United saying this…
From Roy Keane to this pic.twitter.com/GJT9Ji7kW2
— Z (@zeleLUHG) September 21, 2023