Stjórnarformaður Manchester United, Richard Arnold, segir að félagið sé ekki að búast við því að Mason Greenwood spili aftur fyrir liðið.
Greenwood leikur fyrir Getafe í dag en hann skrifaði undir lánssamning út tímabilið í sumar.
Fyrir það hafði Greenwood ekki spilað leik síðan í byrjun 2022 eftir ákærur um heimilisofbeldi gegn kærustu sinni.
Kærurnar voru felldar niður í febrúar á þessu ári en Man Utd ákvað að nota þennan 21 árs gamla leikmann ekki í vetur.
,,Við erum ekki að búast við því að Mason Greenwood muni spila fyrir Manchester United,“ er haft eftir Arnold hjá the Athletic.
Englendingurinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Getafe um helgina er liðið vann 3-2 sigur á Osasuna.