Stuart Pearce, fyrrum landsliðsmaður Englands, var harðorður í garð sóknarmannsins Marcus Rashford sem spilaði gegn Bayern Munchen í vikunni.
Rashford átti ekki frábæran leik í Meistaradeildinni en Man Utd tapaði 4-3 þar sem Casemiro skoraði tvö fyrir þá ensku.
Pearce segir að margir leikmenn Man Utd hafi gefist upp í viðureigninni þrátt fyrir að hafa skorað mörk undir lok leiks.
Pearce var sérstaklega harðorður í garð Rashford og segir að hann hafi varlað nennt því að verjast í síðari hálfleik.
,,Manchester United er í vandræðum því of margir leikmenn voru ekki að gefa sitt allt í vaerkefnið. Rashford nennti varla að hlaupa til baka og það sama má segja um Casemiro,“ sagði Pearce.
,,Það var eins og Rashford væri að spila með ísskáp á bakinu. Það voru of margir leikmenn sem gáfust upp og það er áhyggjuefni. Þeir voru heppnir að Bayern hafi ekki skorað fleiri mörk.“