Lionel Messi hefur skotið föstum skotum á sitt fyrrum félag, Paris Saint-Germain, eftir að hafa yfirgefið liðið í sumar.
Messi lék með PSG í um tvö ár en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona. Í dag leikur Messi með Inter Miami í Bandaríkjunum.
Messi vann HM með Argentínu í fyrsta sinn undir lok síðasta árs og var ósáttur er hann sneri aftur til Frakklands.
,,Jafnvel þó að ég hafi ekki verið að spila vel með PSG þá varð ég heimsmeistari þarna,“ sagði Messi.
,,Ég var eini leikmaður heimsmeistaraliðsins sem sneri aftur til síns liðs sem fékk enga viðurkenningu frá sínu félagi.“
Messi vill þar meina að PSG hafi verið alveg sama um hans afrek í Katar og var ekki lengi að kveðja í kjölfarið.