fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Lygileg frásögn Einars: Var að hnakkrífast við vin sinn þegar Willum skarst í leikinn – „Magnús var alveg brjálaður yfir þessu, það væri óboðlegt að láta sig gera þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Einar Orri Einarsson og Magnús Þórir Matthíasson eru gestir í nýjasta þætti hlaðvarpsins Tveir á tvo. Fóru þeir meðal annars yfir tímann í Keflavík undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, núverandi heilbrigðisráðherra.

Einar og Þórir komu báðir upp í gegnum yngri flokka Keflavíkur en Willum var þjálfari þeirra í meistaraflokki 2010 og 2011.

Einar rifjar í þættinum upp þegar hann og Magnús voru að rífast á æfingu. Willum fór áhugaverða leið til að leysa ágreininginn.

„Við Magnús erum mjög góðir vinir en ég hef ekki hótað því að lemja eða drepa neinn mann jafnoft á æfingum og hann. Þegar hann fer í mig með þessari rödd sinni verð ég alveg brjálaður,“ segir Einar léttur í þættinum.

„Við vorum samherjar á æfingu. Það var tekist svakalega á og ég var að fara að lemja hann. Willum stoppaði þetta allt og vildi leysa þetta þannig að við myndum leiðast og hlaupa einn hring og ræða okkar mál á meðan.“

Menn tóku misvel í þetta athæfi Willums.

„Ég man að mér fannst þetta fyndið en Magnús var alveg brjálaður yfir þessu, það væri óboðlegt að láta sig gera þetta,“ segir Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“