fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Viðurkennir að það hafi verið mistök að fá Ronaldo aftur til Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. september 2023 09:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, viðurkennir að það hafi verið mistök að fá Cristiano Ronaldo aftur til félagsins.

Sumarið 2021 sneri Ronaldo aftur til United og var Solskjær stjóri. Hann var rekinn á sama tímabili.

„Það var erfitt að hafna þessu boði og mér fannst við þurfa að taka hann. En þegar allt kemur til alls var það ekki rétt skref,“ segir Solskjær við The Athletic.

Eins og flestir vita fór Ronaldo í fússi frá United í fyrra en hann er í dag hjá Al Nassr í Sádi-Arabíu.

„Þetta virkaði eins og rétt skref eftir að hann skrifaði undir og aðdáendurnir fundu líka fyrir því í leiknum gegn Newcastle. Andrúmsloftið á Old Trafford var frábært.

Hann var enn þá einn besti markaskorari í heimi. Hann leit vel út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?