fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Útilokar ekki að fara aftur til Milan þó hann hafi aðeins yfirgefið félagið fyrir nokkrum mánuðum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. september 2023 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandro Tonali útilokar ekki að snúa aftur til AC Milan í framtíðinni þó svo að hann sé nýbúinn að yfirgefa félagið fyrir Newcastle.

Miðjumaðurinn mætti með sínu nýja liði til Mílanó í gær og gerði markalaust jafntefli við heimamenn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Sem fyrr segir fór Tonali til Newcastle frá Milan í sumar en miðað við fréttir vildi kappinn ekkert endilega yfirgefa ítalska félagið. Hann var því spurður eftir leik hvort hann teldi líklegt að hann sneri aftur til Milan einn daginn.

„Ég veit það ekki. Ég myndi borga fyrir að vita hvað framtíð mín ber í skauti sér. Kannski en kannski ekki. Fótbolti er skrýtinn,“ sagði Tonali.

Hann dýrkar þó Milan og leynir því ekki.

„Ég er ekki búinn að loka dyrunum á AC Milan. Ég get ekki falið ást mína á félaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg