fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Útilokar ekki að fara aftur til Milan þó hann hafi aðeins yfirgefið félagið fyrir nokkrum mánuðum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. september 2023 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandro Tonali útilokar ekki að snúa aftur til AC Milan í framtíðinni þó svo að hann sé nýbúinn að yfirgefa félagið fyrir Newcastle.

Miðjumaðurinn mætti með sínu nýja liði til Mílanó í gær og gerði markalaust jafntefli við heimamenn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Sem fyrr segir fór Tonali til Newcastle frá Milan í sumar en miðað við fréttir vildi kappinn ekkert endilega yfirgefa ítalska félagið. Hann var því spurður eftir leik hvort hann teldi líklegt að hann sneri aftur til Milan einn daginn.

„Ég veit það ekki. Ég myndi borga fyrir að vita hvað framtíð mín ber í skauti sér. Kannski en kannski ekki. Fótbolti er skrýtinn,“ sagði Tonali.

Hann dýrkar þó Milan og leynir því ekki.

„Ég er ekki búinn að loka dyrunum á AC Milan. Ég get ekki falið ást mína á félaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?