fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Solskjær hefur trú á að Sancho springi út en viðurkennir að hafa orðið fyrir vonbrigðum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. september 2023 12:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho hefur valdið miklum vonbrigðum frá því hann gekk í raðir Manchester United fyrir rúmum tveimur árum. Fyrrum stjóri hans, Ole Gunnar Solskjær, ræðir hann í nýju viðtali.

Englendingurinn ungi var keyptur til United frá Dortmund á 73 milljónir punda sumarið 2021 en hefur ekki staðið undir væntingum. Solskjær var stjóri enska liðsins á þessum tíma en var síðar rekinn.

„Ég vildi fá hann. Manchester United mun aldrei kaupa leikmann sem stjórinn vill ekki. Það er ekki alltaf þannig,“ segir Solskjær.

Norðmaðurinn vonast til þess að Sancho munu springa út.

„Jadon var númer eitt á óskalistanum yfir hægri kantmenn og þegar maður sér hæfileikana sem hann er með skilur maður af hverju.

Því miður hefur þetta ekki gengið upp hjá honum. Þegar hann kom þurfti hann að fara á spítala og gat ekki spilað fyrstu leikina. Hann er með mikla hæfileika og við eigum eftir að sjá það besta frá honum. Vonandi gerum við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
433Sport
Í gær

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga